Haustfrí og viðtöl

Senn líður að haustfríi í grunnskólum Akureyrar. Í Lundarskóla verður haustfrí föstudaginn næsta 27.október og mánudaginn 30.október. Þriðjudaginn 31.október er svo starfsdagur hjá okkur í Lundarskóla og þá er nemendafrí. Á starfsdeginum undirbúa kennarar sig fyrir viðtöl sem verða þriðjudaginn 7.nóvember. Á viðtalsdeginum mæta nemendur og foreldrar í viðtöl til umsjónarkennara. Hér eru allar upplýsingar um viðtölin og hvernig þið getið undirbúið ykkur sem best fyrir þau.
Njótið ykkar vel í fríinu.