Göngudagur Lundarskóla á fimmtudaginn

göngudagur

Lundarskóli  ágúst 2014

 

Göngudagur Lundarskóla á fimmtudaginn

 

Hefð er orðin fyrir árlegum göngudegi í Lundarskóla og hefur hann heppnast afar vel undanfarin ár. Að þessu sinni ætlum við að ganga fimmtudaginn 28. ágúst næstkomandi og hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar um skipulagið.

.

v  Nemendur mæta í sína heimastofu kl. 8:15. Ekki þarf að hafa skólatösku með.

v  Nemendur komi klæddir eftir veðri og aðstæðum með hollt og gott nesti í þægilegum bakpoka. Gott er að hafa vatnsbrúsa með.

v  Hugið vel að skófatnaði og hafið hann góðan.  Mikil ganga er framundan.

v  Munið eftir góða skapinu.

v  Hjá 1. – 4. bekk lýkur skóladegi kl. 12:45 en  hjá 5. – 10. bekk  þegar göngu er lokið.  Nemendur í 8. – 10. bekk sem eru í valfagi þennan dag mæta í þá tíma.

v  Þeir sem eru skráðir í mat eða í frístund hafa að sjálfsögðu kost á að nýta sér það.

 

  1. bekkur verður hjá umsjónarkennurum og fer í leiki og göngu í nágrenni skólans.

 

Áætlaður tími á hverjum stað:                          Frá skóla            Að skóla

2. bekkur  Naustaborgir                        8:45                   11:30

3. og 4. bekkur Nonnaleið                    8:40                   11:30-12:00

5. og 6. bekkur  Hamrar                        8:40                   12:00-12:30

Nemendur í 7. – 10. bekk geta valið um viðfangsefni á göngudaginn.  Fjórir valmöguleikar verða í boði:

 

  1. Gamli og Fálkafell. Gengið frá Lundarskóla inn í Naustaborgir, upp að Gamla, yfir í Fálkafell og heim aftur. Nesti borðað á leiðinni.

 

  1. Súlur. Gengið frá gömlu ruslahaugunum sem leið liggur á Súlur, nesti borðað á leiðinni.

 

  1. Þríþraut. Hjólað u.þ.b.. 10 km,  hlaupið u.þ.b. 5 km og synt 500 m.

 

  1. Gönguferð í Kjarnaskóg.

 

Þeir sem velja þríþrautina verða að hjóla með hjálm og mæta með sundföt.

Nemendur þurfa að vera búnir að ákveða hvað þeir velja fyrir þriðjudaginn 26. ágúst og láta þá umsjónarkennarann sinn vita hvað þeir velja. Þeir foreldrar sem hafa tök á að sjá um akstur frá skólanum að ruslahaugunum hafi samband við umsjónarkennara.

Mjög gaman væri ef foreldrar kæmu með okkur í ferðirnar.

Kveðja, starfsfólk Lundarskóla.