Göngudagur á morgun miðvikudaginn 14.sept.

Á morgun verður göngudagur í Lundarskóla og því er ekki hefðbundin kennsla. Nemendur mæta eins og venja er kl. 8:10 í sína heimastofu. Siðan fara nemendur í mismunandi gönguferðir með kennurum skólans.

  • 1. og 2.bekkur fer í gönguferð að Glerárskóla
  • 3. og 4.bekkur fer í Naustaborgir
  • 5. og 6.bekkur fer upp í Fálkafell
  • 7.-10.bekkur hefur val um að fara á Súlur, hjólaferð eða yfir gömlu Eyjafarðarbrýrnar

Komutími nemenda að skóla er misjafn og fer hann eftir gögnuleiðum og hraða hvers og eins.

Mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir, í góðum skóm sem henta til gönguferða og með hollt og gott nesti. Foreldrar sem hafa tök á að sjá um akstur frá skóla að gömlu ruslahaugunum (að Súlum) hafi samband við umsjónarkennara. Einnig eru foreldrar hjartanlega velkomnir með í ferðirnar.