Glæsileg árshátíð

Nemendur Lundarskóla stóðu sig frábærlega á árshátíðinni í dag. Eftir strangar æfingar skein gleði úr hverju andliti og mikil tilhlökkun til að stíga á svið. Margir foreldrar, forráðamenn og ættingjar lögðu leið sína í skólann til að horfa á árshátíðarsýningu og njóta veitinga. Á morgun verða tvær sýningar í boði kl. 9:30 og 13:00 og við hvetjum ykkur til að koma og sjá það sem nemendur hafa fram að færa. Við látum nokkrar myndir fylgja með.