Fróðleikur

Í Lundarskóla er gott samstarf milli skólastiga. Nemendur í 6.bekk eru vinir elstu barnanna á leikskólanum Lundarseli og einnig á Pálmholti. Nemendur Lundarskóla hafa heimsótt leikskólana og einnig hafa leikskólanemendur komið í heimsókn í Lundarskóla. Með samstarfinu aukast líkur á að börnin upplifi samfellu milli skólastiga og auðveldi þeim fyrstu skrefin í grunnskólanum. Lundarskóli er einnig í samstarfi við framhaldsskólana og felur samstarfið í sér ábyrgð á upplýsingagjöf milli skóla, nemenda og foreldra um nám í framhaldsskóla. Einnig hafa nemendur á unglingastigi átt möguleika á að taka framhaldsskólaáfanga í grunnskólanum og má þar helst nefna stærðfræði. Með góðu samstarfi myndast síður gloppa í samfelluna á náminu.