Fróðleikur

Einkunnarorð Lundarskóla eru „þar sem okkur líður vel“ og SMT gildin eru „virðing og tillitssemi“. Í Lundarskóla eru gefnir hrósmiðar/Vitar fyrir rétta hegðun. Viti vísar til gilda skólans, Vi-ti og er þeim safnað saman í umsjónarstofum nemenda. Þegar ákveðnum fjölda Vita er náð fær árgangurinn umbun sem er t.d. spilatími, útileikir, dótadagur og fl. Allir nemendur í árgangnum taka þátt í umbuninni, sama hve marga Vita hver og einn hefur fengið. SMT er stór þáttur í jákvæðum skólabrag og er ákveðið forvarnarstarf gegn neikvæðum samskiptum hjá nemendum. Skóli á að vera griðastaður nemenda þar sem þeir finna til öryggis og fá tækifæri til að þroskast, nýta hæfileika sýna og njóta bernskunnar samhliða námi.

SMT - 1