Fróðleikur

Nú erum við á lokasprettinum á þessu skólaári og námsmat framundan. Námsamat er órjúfanlegur þáttur frá námi og kennslu. Tilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig eða hvort þeir hafi náð námsmarkmiðum. Námsmatið á að veita nemendum, foreldrum, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda, hæfni þeirra, vinnubrögð og framfarir í námi. Í skólanum er lagt upp með að nýta fjölbreyttar matsaðferðir og hefur nám nemenda verið metið jafnt og þétt í gegnum skólaárið. Þátttaka nemenda í námsmatsferlinu er mikilvægt þar sem námsmatið gefur nemandanum og foreldrum tækifæri til að fylgjast með náminu, skoða framfari og deila árangri sínum með öðrum.