Fróðleikur

Lundarskóli er heilsueflandi grunnskóli og hefur síðustu ár verið að þróa starfshætti sem hvetja til heilsueflingar og heilbrigðra lifnaðarhátta meðal nemenda og starfsmanna. Þeir skólar sem taka þátt í verkefninu, „Heilsueflandi grunnskóli“ setja sér markmið og stefnu í heilsu- og velferðarmálum. Lundarskóli hefur m.a. sett sér þau markmið að stuðla að aukinni hreyfingu meðal nemenda og starfsfólks. Einnig höfum við þá reglu að nemendur drekka einungis vatn eða mjólk á skólatíma. Verkefnið er á vegum Embættir landlæknis og þar sem heilbrigði og velferð er einn af grunnþáttum menntunnar  skv. Aðalnámskrá grunnskóla er möguleiiki fyrir hendi að flétta námið og verkefnið saman.

Með hækkandi sól þá hvetjum við nemendur til að koma gangandi eða hjólandi í skólann með viðeigandi búnað og auka hreyfingu og útiveru almennt.