Fréttir og myndir úr 2. bekk

Siðustu 3 vikur hefur 2. bekkur verið í músaþema. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni, m.a. lásu þeir tvo fræðitexta og unnu þeim tengdum hugtakakort sem þeir síðan færðu inn í SimpleMind. Í dag enduðum við þemað á að fara í kahoot þar sem börnin kepptust við að svara hinum ýmsu spurningum um mýs.

Í dag var einnig páskaeggjaleit á bókasafninu þar sem allir fengu eitt egg. Rúsínan í pylsuendanum var svo just dance áður en haldið var í páskafrí.