Frétt frá nemendum

ERASMUS frétt 2019

To like or not to like

Amalía Björk Arnarsdóttir, Elvar Björn Ólafsson, Eyrún Erla Gestsdóttir, Hekla Halldórsdóttir og Helgi Már Þorvaldsson fóru fyrir hönd skólans til Izegem í Belgíu í fyrsta ERASMUS verkefni árgangsins 2006 í Lundarskóla. Á leiðinni til Belgíu var sætaskipan okkar breytt og við fengum að fljúga út með Saga Class hjá Iceland Air og okkur fannst það geggjað. Í ferðinni fórum við til Brussel, Brugge og Ypres. Í Ypres fórum við á súkkulaðisafn, kirkjugarð og safn um fyrri heimsstyrjöldina. Verkefnið var aðalega að læra um samfélagsmiðla, kosti þeirra og galla og áhrif þeirra á samskipti fólks. Við vorum mest í skólanum og með fjölskyldunum sem við vorum að gista hjá en við fengum líka að gera alls konar skemmtilega hluti utan skóla t.d. trampólíngarð og fara í búðir. Skólinn í Izegem var allt öðruvísi en Lundarskóli, þau er í skólanum frá 8:25-16:30 en við erum frá 8:10-13:05, það er ekki boðið upp á mat í skólanum alla daga eins og hjá okkur í Lundarskóla heldur koma krakkarnir með nesti sjálf í skólann. Okkur fannst skrítið að vera svona lengi í skólanum en það voru alltaf skemmtileg og fjölbreytt verkefni sem löndin lögðu fram fyrir okkur krakkana sem létu tímann líða hraðar. Við Íslensku krakkarnir vorum dugleg að gleyma hlutum í annað hvort lestum eða á McDonalds. Það var sífellt verið að minna okkur á að muna eftir dótinu okkar en síðan gleymdu báðir kennararnir okkar einhverju í ferðinni. Okkur öllum fannst ferðin mjög skemmtileg og við vorum öll mjög sátt með hana. Við vorum líka mjög ánægð að hafa farið þrisvar sinnum á McDonalds.