Frábær skemmtun

Í gær var árshátíð Lundarskóla þar sem nemendur stigu á svið og sýndur frábær leik- og söngverk. Degi fyrr var leiklistarvalið með sína sýningu fyrir nemendur og vakti hún mikla ánægju meðal nemenda og starfsfólks. Margir foreldrar og ættingjar komu á sýningarnar og skemmtu sér vel. Við þökkum nemendum fyrir frábæra skemmtun.