Forritarar framtíðarinnar veita Lundarskóla veglegan styrk

Í haust bárust okkur þær góðu fréttir að Lundarskóli hafi fengið styrk frá Forriturum framtíðarinnar, styrkurinn felst í þjálfun starfsfólks sem og tölvubúnaðar sem að nýtist vel til að undirbúa nemendur betur fyrir störf í samfélagi sem er í örri þróun.

Heildarúthlutun sjóðsins 2018 er 4.100.000 í formi fjárstyrkja og 4.550.000 í formi tölvubúnaðar, sem er úthlutað til yfir 30 skóla um land allt.

 

Ykkar styrkur felst í þjálfun á kennurum í forritun að verðmæti allt að 300.000 kr.*

 

Auk þess sem skólinn fær afhentar 10 tölvur frá sjóðnum að andvirði 650.000 kr.*

 

Lundarskóli þakkar Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir styrkinn.