Foreldrafundur í 7. bekk

Í gær, miðvikudaginn 28. október var haldinn foreldrafundur með foreldrum nemenda í 7. bekk. Vilborg H. Ívarsdóttir starfsmaður í Rósenborg var með framsögu á fundinum og ræddi hún um samskipti nemenda og hvernig foreldrar geta veitt börnunum sínum stuðning. Eins og sjá má á myndinni var afar góð mæting. Foreldrar ætla að hittast aftur þriðjudaginn 3. nóvember og taka þá fyrir foreldrasáttmála20151028_185345 Heimilis og skóla.