Fjölgreindaleikar

Á morgun fimmtudag verða Fjölgreindaleikar í Lundarskóla. Á fjölgreindaleikum er óhefðbundin kennsla þar sem nemendur vinna saman í hópum þvert á árganga. Þessir leikar standa fram að hádegi en eftir hádegismat er kennt eftir stundaskrá. Nemendur eru beðnir um að koma með nestið sitt í litlum pokum/bakpokum einnig er gott að hafa meðferðis vatn í brúsa. Nemendur sem eru í mjólkur- og ávaxtaáskrift geta fengið sér mjólk og ávexti eins og venjulega í nestistímum. Ekki verður boðið upp á hafragraut í frímínútum hjá unglingunum þennan dag.