Áshátíð Lundarskóla

Árshátíð skólans verður haldin miðvikudaginn 11. febrúar nk. og þá verða nemendur 2., 4. og 6. bekkjar ásamt leiklistarvali með sýningar á sviði. Myndverk eftir nemendur sem ekki taka þátt í sýningum á sviði verða til sýnis á göngum og í kaffistofum á árshátíðardeginum.

Ekki verður hefðbundin kennsla á árshátíðardeginum 11.febrúar og eiga nemendur aðeins að mæta á þær sýningar sem verða í boði fyrir þá. Þar sem Lundarskóli er stór skóli þurfum við að hafa nokkrar sýningar og við bjóðum alla velkomna, foreldra/forráðamenn og ættingja, á sýningarnar í skólanum. Fekari upplýsingar og tímasetningar koma heim í tölvupósti og verða settar á heimasíðu skólans þegar nær dregur. Frístund verður opin frá kl. 8:15 þennan dag og þeir sem vilja nýta sér það og hafa ekki skráð börn sín hafi samband við Jóhönnu forstöðumann frístundar við fyrsta tækifæri til að tryggja sér pláss. Um ræðir nemendur í 1.-4.bekk.