Árshátíð Lundarskóla

Árshátíð skólans verður þriðjudaginn 11. febrúar og miðvikudaginn 12. febrúar nk.   Að venju sýna nemendur atriði á sviði skólans og í ár sýna nemendur í 2. – 9.bekk atriðin sín. Þessir dagar eru skertir nemendadagar og því koma nemendur aðeins til að sýna atriðin, horfa á árshátíðina eða sinna öðrum störfum sem tengjast árshátíðinni. Þessa daga er því ekki hefðbundin kennsla og skert viðvera nemenda í skólanum.

Búið er að skipta nemendum í hópa sem sýna og/eða horfa. Nánari upplýsingar um hópaskiptingar eru í höndum umsjónarkennara og einnig eru upplýsingar um mætingu nemenda í þeirra höndum.

Frístund opnar 8.00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir í frístund og verður opin að venju til 16:00.

Skráning í Frístund fyrir árshátíðardagana hefur nú þegar farið fram. Ef eitthvað er óljóst varðandi Frístund þá má hafa samband við forstöðumann Frístundar sem veitir nánari upplýsingar.

Ekki verður boðið upp á hafragraut í frímínútum mánudaginn fyrir árshátíð og árshátíðardagana og einungis er gert ráð fyrir hádegismat fyrir þá nemendur sem skráðir eru í Frístund. Gott er að huga að því að nemendur sem eru að sýna á fleiri en einni sýningu komi með nesti ef þeir fara ekki heim á milli sýninga.

Aðgangseyri á sýningar er 500 krónur fyrir fullorðna og nemendur í öðrum skólum, ókeypis er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri.  Þeir sem fara á fleiri en eina sýningu greiða aðeins einu sinni.  Miðasala hefst hálftíma fyrir sýningu.

 Árshátíðarkaffi verður á sínum stað og kostar 1500 kr. fyrir fullorðna og 700 fyrir grunnskólanemendur. Allur ágóði af árshátíðarkaffinu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar, posi á staðnum

Við viljum minna á að nemendum skólans er skylt að mæta á sýningu sem þeir eru skráðir á þar sem hún telst vera hluti af skólatíma. Nemendur sem koma án foreldra mæta í sína stofu 15 mínútum fyrir sýningu sem þau eiga að horfa á.

Við hvetjum foreldra og skyldmenni til að koma í skólann og eiga ánægjulega stund með börnunum.

Athugið að leikendur geta ekki sest hjá foreldrum sínum í salnum að leikriti loknu þar sem umferð í salnum verður takmörkuð á meðan sýningar eru í gangi. Nemendur munu því bíða í sínum stofum þar til sýningu lýkur.

Sýningarnar verða á eftirfarandi tímum:

Þriðjudagur 11.febrúar kl. 9:30 og 13:00

Miðvikudagur 12.febrúar kl. 9:30 og 13:00

Góða skemmtun, starfsfólk Lundarskóla