Árshátíð Lundarskóla

Árshátíð skólans verður haldin fimmtudaginn 9. febrúar nk.   Að venju sýna nemendur 2., 4. og 6. bekkjar ásamt leiklistarvali. Nemendur mæta aðeins á þær sýningar sem þeir eiga að horfa á og/eða leika á. Nánari upplýsingar um hópaskiptingar eru í höndum umsjónarkennara og einnig upplýsingar um mætingu þeirra sem eru að sýna. Frístund opnar 8.00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir í frístund og verður opin að venju til 16:00.

Ekki verður boðið upp á hafragraut þennan dag og einungis er gert ráð fyrir hádegismat fyrir þá nemendur sem skráðir eru í vistun. Gott er því að huga að því að nemendur séu með auka nesti þennan dag.

Aðgangseyrir á sýningar er 500 krónur fyrir fullorðna og nemendur í öðrum skólum, ókeypis er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri.  Þeir sem fara á fleiri en eina sýningu greiða aðeins einu sinni.  Miðasala hefst hálftíma fyrir sýningu.

Kaffihlaðborðið verður á sínum stað og kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn á skólaaldri. Allur ágóði af sýningu og kaffihlaðborði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.

 Við viljum minna á að nemendum skólans er skylt að mæta á sýningu sem þeir eru skráðir á þar sem hún telst vera hluti af skólatíma. Börn í 1. og 3. bekk sem koma án foreldra mæta í sína stofu 15 mínútum fyrir sýningu sem þau eiga að horfa á.

Foreldrar barna sem sýna, mæta á sýningu sem þeirra barn tekur þátt í. Athugið að leikendur geta ekki sest hjá foreldrum sínum í salnum að leikriti loknu. Þeir munu bíða í sínum stofum þar til sýningu lýkur.

Gert er ráð fyrir að nemendur komi í betri fötum á árshátíðina.

Við hvetjum alla foreldra og skyldmenni til að koma í skólann og eiga ánægjulega stund með börnunum.

 Skipulag

1.sýning

Tími Áhorfendur Skemmtikraftar
 

Kl. 9

 

  1. bekkur   hópur  1  ( 18)
  2. bekkur   hópur  1  ( 18 )
  3. bekkur   hópur  1  ( 14 )
  4. bekkur   hópur  1  ( 20 )

5.   bekkur   hópur  1  ( 18 )

7.   bekkur   hópur  1  ( 20 )

8.   bekkur   hópur  1  ( 21 )

9.   bekkur   hópur  1  (15 )

10. bekkur   hópur  1  (16 )

 

2. b.  hópur 1

Atriði úr

„Mamma Mía“

4. b.  hópur 1

Vinátta

6. b. hópur 2

„Hér og þar og allsstaðar“

Leiklistarval

„Kardimomubærinn“

          

Kl. 10:15

   Kaffihlaðborð              (160)

 

 

2. sýning

 

Kl. 11:30

  1. bekkur   hópur  2  ( 18 )
  2. bekkur   hópur  2  ( 18 )
  3. bekkur   hópur  2  ( 14 )

4.   bekkur   hópur  2  ( 20 )

5.   bekkur   hópur  2  ( 18 ) 6.   bekkur   hópur  1  ( 14 )

6.   bekkur   hópur  2  ( 15 )

8.   bekkur   hópur  2  ( 21 )

10. bekkur   hópur  2  ( 16 )

          2. b. hópur 1

          4. b. hópur 2

          6. b. hópur 3

          Leiklistarval

(Sömu atriði og á fyrri sýn.)

Kl. 12:45            Kaffihlaðborð      (155)  

 

3. sýning

 

Kl. 14

  1. bekkur   hópur  3  ( 18 )

3.   bekkur   hópur  3  ( 14 )

5.   bekkur   hópur  3  ( 19 )

6.   bekkur   hópur  3  ( 15 )

7.   bekkur   hópur  2  ( 20 )

8.   bekkur   hópur  3  ( 21 )

9.   bekkur   hópur  2  ( 30 )

      10. bekkur   hópur  3  ( 16 )

 

          2. b. hópur 2

          4. b. hópur 2

          6. b. hópur 1

          Leiklistarval

(Sömu atriði og á fyrri sýn.)

Kl. 12:45

           Kaffihlaðborð      (153)