Árshátíð 2016

Árshátíð skólans verður á morgun fimmtudaginn 4. febrúar nk. Að venju sýna nemendur 2., 4. og 6. bekkjar ásamt leiklistarvali. Nemendur mæta allir á hefðbundnum tíma í skólann en sýningar hefjast svo kl. 11.30. Aðgangseyrir á sýningar er 500 krónur fyrir fullorðna og nemendur í öðrum skólum, ókeypis er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri. Þeir sem fara á fleiri en eina sýningu greiða aðeins einu sinni. Miðasala hefst hálftíma fyrir sýningu. Kaffihlaðborðið verður á sínum stað og kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn á skólaaldri. Allur ágóði af sýningu og kaffihlaðborði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. Sýningarnar eru þrjár talsins og hefjast kl. 11.30, 14.00 og 16.30. Nánari upplýsingar um skipulag árshátíðar má finna hér: Bref til foreldra 2016

Hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk Lundarskóla