Afmæli Lundarskóla

Í októbermánuði verður Lundarskóli 40 ára og í tilefni afmælisins verður þemavika hjá okkur í skólanum vikuna 6.-10. október sem endar með afmælishátíð föstudaginn 10.október. Þessi vika verður því fremur lífleg og skólastarf brotið upp. Allir nemendur vinna með ákveðin verkefni í tengslum við skólastarfið sl. 40 ár. Allir árgangar setja upp sýningu á nemendaverkum í stofum og göngum skólans. Einnig verða nemendur í  3., 5., 7., 8., 9. og 10. bekk með sýningar á svið á föstudeginum 10.október.

Samkvæmt skóladagatali er 10. október tvöfaldur dagur og því eiga nemendur að vera í skólanum allt til kl. 19:00. Það fer þó eftir aldri nemenda og þeim verkefnum sem þeir sinna í tilefni afmælisins. Ef einhverjir nemendur þurfa að vera í leyfi hluta eða allan þennan dag þá þarf að láta kennara eða ritara vita sem fyrst til að auðvelda skipulagið hjá okkur hér í skólanum.

Fyrri hluta þemavikunnar verða nemendur í skólanum eins og venja er en á föstudeginum verður kennsla og afmælishátíð fyrir nemendur og starfsfólk skólans fyrir hádegi.

Frá kl. 13:00 verður svo opið hús í skólanum og þá eru allir velkomnir í skólann okkar.

 

Dagskrá föstudagsins verður auglýst sérstaklega á heimasíðu skólans en hér má sjá drög að dagskrá.

  • 8:15 – 13:00, skóli og afmælishátíð fyrir nemendur og starfsfólk.
  • 13:00 – 19:00, skólinn opin og nemendur taka á móti gestum með kennurum.
  • 13:00, 15:00 og 18:00, sýningar á sviði. Nemendur sjá um sýningar undir stjórn kennara.
  • 16:00 – 18:00, vöfflu- og kaffisala 10. bekkjar vöfflur og kaffi kr. 400.

Áætlað er að:

  • Nemendur 1. og 2.bekkjar ljúki skóladegi kl. 14:30
  • Nemendur 3. og 4.bekkjar ljúki skóladegi kl. 16:00
  • Nemendur 5. – 10.bekkjar ljúki skóladegi kl. 19:00

Möguleiki er á því að kennarar nemenda sem eru með sýningar á sviðið skipti nemendum niður á sýningar og þá munu þeir láta foreldra vita sérstaklega um það.

Hlökkum til að sjá ykkur öll á hátíðinni þann 10.október.