Frá Frístund

Starfið í frístund hefur gengið vel það sem af er vetri og margt og mikið verið brallað. Föndurstofan er notuð alla daga í margvísleg verkefni, þar er teiknað, litað, málað, perlað, klippt og límt. Nemendur hafa verið duglegir að nýta sér snjóinn og  mikil gangnagerð hefur verið í ruðningunum og eins hafa nokkrir snjókarlar látið sjá sig.  Sparkvöllurinn er oft notaður,  farið í leiki og fótbolta .                                                                                            Árshátíðardaginn var opið hús í frístund og gátu þá allir nemendur í 1. – 4. bekk komið til okkar. Í vetrarfríinu var farið með nemendur í heimsókn í Giljaskóla og leikið með nemendum þaðan og úr Síðuskóla.

Kveðja starfsfólk frístundar

Eivind, Jóhanna,  María,  Marta,  Sara, Sigga og Systa.

Fleiri myndir eru hér og hér.

frístund jan - febr 001 frístund jan - febr 003 frístund jan - febr 005