100 miða leikur SMT

Í dag hófst 100 miða leikur SMT. Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram við að sýna fyrirmyndar hegðun á almennum svæðum skólans. Allir nemendur skólans geta verið með í leiknum. Leikurinn gengur út á það að daglega fá 10 nemendur sérstaka umbunarmiða frá starfsmanni skólans í þá 10 daga sem leikurinn stendur yfir, eða samtals 100 miða. Nemendur sem fá umbunarmiða setja þá á 100 miða spjaldið okkar og eiga með því möguleika á að vinna í leiknum. Eftir 10 daga ætti spjaldið að vera útfyllt af umbunarmiðum. Svo er það ein röð sem vinnur leikinn. Röðin sem vinnur getur verið lóðrétt, lárétt eða á ská. Þeir vinna sem eiga umbunarmiða í viðkomandi röð. Vinningshafar eru því 10 og við lok leiksins verður sérstök umbun fyrir vinningshafa.

Umbunarmiðar

blom