1 desember

Þemadagar í Lundarskóla

Á morgun lýkur þemadögum með sýningu. Unnið var með mismunandi þemu í hverjum árgangi sem flest tengjast læsi og fullveldisdeginum.

  1. bekkur: Íslenski fáninn
  2. bekkur: skjaldarmerkið – landvættirnir
  3. bekkur: sýningaratriði – sagan af Glókolli
  4. bekkur: forsetar lýðveldisins
  5. bekkur – sýningaratriði – Lína langsokkur
  6. bekkur – Læsi í víðum skilningi
  7. bekkur – Sýningaratriði – Ísland er land þitt (söngatriði)
  8. og 9. bekkur – sýningaratriði; þjóðsögur. „Nú skyldi ég hlæja ef ég væri ekki dauður“ (frá Degi íslenskrar tungu)

Þann 1. des verður sýning á sal skólans þar sem nemendur 3., 5., 7. og 8. -9. bekkjar sýna fjölbreytt atriði á sal skólans. Tvær sýningar verða þennan dag sú fyrri kl. 8.45 og seinni sýningin er kl. 10.00. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir að skoða afrakstur þemadaganna.

Athugið að vegna sýningarinnar er ekki hægt að bjóða upp á hafragraut á þriðjudaginn svo nemendur sem hafa nýtt sér það verða að koma nestaðir að heiman.

Með kveðju, stjórnendur