Vinnuskólinn

Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára unglinga og er sótt um rafrænt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Á heimsíðunni er flipinn Störf í boði valin og síðan valin viðeigandi aldur, 14, 15 eða 16 ára. Umsóknarfrestur um vinnuskólann rennur út miðvikudaginn 11. maí. Eftir það er ekki tekið við umsóknum þannig að þeir sem ekki hafa sótt um ættu að drífa í því.