Viðurkenningar fræðsluráðs Akureyrar

Í gær tóku tveir starfsmenn Lundarskóla við viðurkenningu fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Viðurkenningarnar voru veittar þeim sem hafa skarað fram úr í starfi. Birna Margrét Arnþórsdóttir enskukennari hlaut viðurkenningu fyrir fagmennsku í starfi, réttsýni og sanngirni gagnvart nemendum ásamt því að vera góð fyrirmynd samkennara hvað fagmennsku varðar.

Helga Ragnheiður Gunnlaugsdóttir deildarstjóri hlaut viðurkenningu fyrir störf sín í valgreinanefnd grunnskóla á Akureyri. Nefndin hefur starfað vel síðustu ár, boðið nemendum upp á fjölbreytni í valgreinum ásamt því að vera í stöðugri framþróun varðandi aukið framboð valgreina á Akureyri. Þessi nefnd er einstök á landsvísu og geta grunnskólar Akureyrar verið stoltir af störfum nefndarinnar. Hér má sjá myndir frá athöfninni sem fór fram í Hofi.