Viðtöl, kaffi og pantanir á búnaði

Ég minni á viðtalsdaginn á morgun 28. febrúar. Þá mæta nemendur og foreldrar í viðtal hjá umsjónarkennurum og ræða um nám, líðan og fl. tengt skólastarfinu. Gott er að undirbúa sig heima fyrir viðtölin eins og áður hefur komið fram í tölvupósti til foreldra.  Á foreldraviðtalsdeginum verða nemendur í 6. bekk með dásamlegar kökur, kaffi og djús til sölu á sal Lundarskóla til fjáröflunar vegna fyrirhugaðrar skólaferðar að Reykjum á næsta ári.

Einnig minni ég á pantanir á búnaði fyrir skíðadaginn sem verður í Hlíðarfjalli 15. mars nk. Íþróttakennarar taka á móti pöntunum á morgun og verða staðsettir fyrir framan sal skólans.

Njótið vel.