Viðtalsdagur miðvikudaginn 9.nóvember

Við minnum á nemenda- og foreldraviðtölin sem verða miðvikudaginn 9.nóvember. Gert  er ráð fyrir að foreldrar mæti með börnum sínum í viðtölin og engin hefðbundin kennsla fer fram þennan dag. Foreldrar  bóka sjálfir viðtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.

Á viðtalsdeginum verða nemendur í 6. bekk með kaffisölu á sal Lundarskóla til fjáröflunar vegna fyrirhugaðrar skólaferðar að Reykjum á næsta ári. Kaffi, te eða djús og meðlæti kostar 500 krónur.

kaffi