Útivistardagur

Kæru foreldrar/forráðamenn

Útivistardagur Lundarskóla verður þriðjudaginn 25. mars næstkomandi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans fari saman í Hlíðarfjall og njóti þar dagsins á skíðum, brettum, gönguskíðum, sleðum eða snjóþotum. Þeir nemendur í 4. – 10. bekk sem hvorki eiga búnað né geta fengið hann annars staðar eiga þess kost að fá lánuð skíði, gönguskíði og bretti í Hlíðarfjalli endurgjaldslaust. Þrátt fyrir það er mikilvægt að sem flestir af þeim sem ekki eiga búnað reyni að útvega sér búnað sjálfir og séu þannig tryggir með að geta tekið fullan þátt.

 

Ath: Skíðastaðir sjá sér ekki fært að lána  búnað til nemenda í 1. – 3. bekk en þau sem eru vön og eiga búnað eru velkomin að koma með hann.  Óvanir nemendur í 1. – 3. bekk geta farið á skíði í fylgd foreldra. Aðrir fara á skíði, þotu eða í leiki undir stjórn kennara.

 

Ef nemandi þarf að fá lánaðan búnað í Hlíðarfjalli þarf að láta umsjónarkennarana vita á viðtalsdögunum næsta miðviku- og fimmtudag. Viðtalsdagana verður síðan hægt að fá mælingu á skóstærð hjá Jóhönnu sem verður hjá ritara skólans.

Nánari upplýsingar verða sendar heim þegar nær dregur.

Kveðja frá starfsfólki Lundarskóla.