Útivistardagur í Hlíðarfjalli 4. apríl

Á fimmtudaginn 4. apríl verður útivistardagurinn/skíðadagurinn okkar í Lundarskóla. Við fylgjum sama skipulagi og átti að vera þega dagurinn féll niður fyrir skömmu. Við förum í Hlíðarfjall og með því að smella hér má sjá skipulagið.

Við höfum óskað eftir góðu veðri og reiknum með að fá ósk okkar uppfyllta.

Að öðru þá verður keppt í skólahreysti miðvikudaginn 3. apríl og fer keppnin fram í íþróttahöllinni. Nemendum í 6. – 10. bekk er boðið að vera áhorfendur og þurfa þeir að vera mættir í höllina um kl. 12:00, keppnin hefst svo kl. 13:00. Kennarar fylgja nemendum í höllina og svo ljúka þeir skóladeginum sínum þar. Nemendur ráða hvort að þeir horfa til loka eða fari heim þegar að skóla á að vera lokið.

Okkar litur er GULUR og því hvetjum við alla sem fara í höllina að mæta í gulu.