Útivistardagur í Hlíðarfjalli

Útivistardagur Lundarskóla verður þriðjudaginn 19. mars. Allir fara í Hlíðarfjall á skíði, bretti, þotu eða sleða. Skóladegi lýkur þegar komið er heim að skóla. Allir nemendur sem skráðir eru í mat fá að borða þegar komið er til baka. Frístund tekur við nemendum sem skráðir eru þennan dag að loknum matartíma.

Mæting og tímaáætlun upp í Hlíðarfjall.

  • 5. – 7. bekkur, mæta í stofuna sína kl. 8:10 og fara með rútu upp í fjall kl. 8:30
  • 1. – 4. bekkur, mæta í stofuna sína kl. 8:10 og fara með rútu upp í fjall kl. 8:45
  • 8. – 10. bekkur, mæta í stofuna sína kl.8:45 og fara með rútu upp í fjall kl. 9:00.

Heimferðir úr Hlíðarfjalli:

  • Kl. 11:30 1. – 2. bekkur
  • Kl. 11:45 3. – 4. bekkur.
  • Rútur fyrir nemendur í 5. – 10. bekk: Kl. 12:00 Kl. 12:30 Kl. 12:45

Nemendur þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti í vel merktum bakpoka og klæðast eftir veðri og aðstæðum. Nemendur á unglingastigi fá leyfi í valgreinum þennan dag. Við bendum foreldrum einnig á að huga að sólarvörn og sólgleraugum fyrir börnin.

Öllum er skylt að vera með hjálma á svigskíðum og brettum.

Foreldrum er velkomið að taka þátt í skólastarfinu þennan dag jafnt og aðra daga en ekki er gert ráð fyrir foreldrum í rúturnar.

Nemendur sem vilja vera lengur í fjallinu þurfa að skila skriflegu leyfi frá foreldrum til umsjónarkennara og verða þar alfarið á ábyrgð foreldra.

Nemendur í 1. – 3. bekk sem eru vön á skíðum og/eða brettum og eiga búnað er velkomið að koma með hann. Aðrir koma með sleða eða þotu.

Með útivistarkveðju starfsfólk Lundarskóla