Upplýsingar

Af gefnu tilefni þá óskum við eftir að nemendur og starfsfólk Lundarskóla komi ekki með hnetur eða hnetutengt nesti í skólann. Ástæðan fyrir þessu er sú að í skólanum eru einstaklingar með bráðaofnæmi fyrir hnetum.
Bráðofnæmi er ávallt alvarlegt fæðuofnæmi sem getur haft þær afleiðingar að einstaklingar fá ofnæmiskast sem kallar á skipulag varðandi rétta meðferð til að tryggja öryggi þeirra. Mikilvæt er í að einstaklingar með bráðaofnæmi komist ekki í tæri við ofnæmisvaldinn og í sumum tilfellum er nóg að ofnæmisvaldurinn sé í umhverfinu, hafi verið í umhverfinu eða að einstaklingar séu í návist við aðra einstaklinga sem hafa neytt ofnæmisvaldsins.
Skólinn er með ákveðna áætlun til að fylgja ef til ofnæmiskasts kemur og mikilvægt er að tryggja að þessir einstaklingar fái að þroskast og dafna við öryggi og að sérstaða þeirra verði ekki til þess að þau verði útundan í umhverfi sínu.
Bestu kveðjur,
skólastjórnendur Lundarskóla.