Uppbrot í skólastarfi

Útivistardagurinn sem er á skóladagatali Lundarskóla í mars verður þann 24.mars og þá verður nemendum Lundarskóla boðið í Hlíðarfjall. Þennan dag fá nemendur í 4. – 10. bekk að fara á skíði eða bretti með starfsfólki skólans. Yngri nemendur renna sér á snjóþotum og leika sér í fjallinu.

Þeir nemendur sem eiga búnað nýta hann en þeir sem ekki hafa aðgang að búnaði geta fengið búnað að láni í Hlíðarfjalli. Íþróttakennarar sjá um skipulagið og sjá um að skrá og mæla stærðir fyrir nemendur sem þurfa að fá búnað að láni. Mælingar fara fram í íþróttatíma. Nánari upplýsingar berast ykkur þegar nær dregur.

Við minnum á viðtalsdaginn í næstu viku og þá mæta nemendur aðeins í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum.

Á morgun er svo starfsdagur og þá er nemendafrí og svo tekur vetrarfríið við.

Við vonum að þið hafið það gott í fríinu og njótið samvistar.