Tómstundaherbergi

Nú hafa nemendur í 9 og 10 bekk fengið afhent tómstundaherbergi til afnota. Við höfum rætt okkar á milli hvað okkur langar til að hafa í herberginu og eru nokkrir hlutir sem okkur vantar.

Ef þú/þið eigið eitthvað af eftirfarandi hlutum sem þið væruð til í að gefa okkur í herbergið væri það frábært. Þið megið þá hafa samband í tölvupósti við Evu námsráðgjafa ef þið eigið eitthvað af þessu (evabjorg@akmennt.is).

Sjónvarp, sjónvarpsskápur,v ideotæki/dvd spilari, video/dvd myndir, spil, flísteppi, motta á gólf, ljósaseríur, golflampi.

Með fyrirfram þökk,

fyrir hönd 9 og 10 bekkinga

Freysteinn og Sigrún Ebba fulltrúar nemendaráðs í 10 bekk Gunnar Darri og Hera fulltrúar í nemendaráði í 9 bekk.