Styrkir til þróunarstarfs

Leiðtogi Lundarskóla í þróunarverkefninu „Heilsueflandi grunnskóli“ sótti um styrk til Lýðheilsusjóðs vegna verkefnisins „Heilsu og hreyfingarátak Lundarskóla. Verkefnið er til þess fallið að auka þekkingu nemenda og starfsfólks á heilsu og heilsueflingu, vekja athygli á mikilvægi heilsunnar, auka forvarnir og hreyfingu í skólanum. Það er skemmst frá því að segja að skólinn hlaut styrk til verkefnisins.

Stjórnendur skólans sóttu einnig um styrk til Rannís, Erasmus+ undir flokknum Nám og þjálfun, til þess að sækja námskeið/ráðstefnu sem tengist starfsþróun stjórnenda og stuðningi þeirra við starfsþróun. Skólastjórnendur fengu einnig styrk sem þeir munu nýta sér á næsta skólaári.