Starfsdagur og viðtöl

Mánudaginn 12. nóvember verður starfsdagur í Lundarskóla og þá verða nemendur Lundarskóla í fríi. Einnig verða foreldraviðtöl 20. nóvember og þá mæta nemendur aðeins í viðtal til umsjónarkennara í fylgd foreldra/forráðamanna. Upplýsingar varðandi vitölin voru sendar heim í tölvupósti í síðustu viku. Ef eitthvað er óljóst þá má hafa samband við umsjónarkennara.
Á foreldraviðtalsdeginum verða nemendur í 6. bekk með kaffisölu á sal Lundarskóla til fjáröflunar vegna fyrirhugaðrar skólaferðar að Reykjum á næsta ári.