Starfamessa

Í dag var starfamessa fyrir 9. og 10. bekk haldin í Háskólanum á Akureyri. Undirbúningsnefnd, að mestu skipuð náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum bæjarins, sá um og skipulagði viðburðinn. Á svæðinu voru um 30 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök að kynna starfsemi sína og alls voru um 100 störf kynnt. Starfamessan tókst mjög vel og það var ekki annað að heyra en að nemendur væru ánægðir.