Skráning í viðtöl

Þriðjudaginn 3. og miðvikudaginn 4.mars verða viðtalsdagar í Lundarskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til allt að 30 mínútna viðtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga.  Foreldrar bóka sig sjálfir í viðtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.   Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni – „bóka foreldraviðtal“. Greinargóðar leiðbeiningar vegna þessa má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g Foreldrar barna sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum eru hvattir til að bregðast fljótt við og bóka viðtal til þess að finna samliggjandi tíma. Ef þið lendið í vandræðum eða óskið eftir aðstoð við þetta er um að gera að hafa samband við ritara eða stjórnendur skólans.  Ef þið finnið alls enga tímasetningu sem ykkur hentar bið ég ykkur um að hafa beint samband við viðkomandi umsjónarkennara.