Skólasafnið

Skólasafn Lundarskóla er staðsett í stjórnunarálmu skólans. Það er 123 fm. að stærð og sæti eru fyrir um 30 manns. Safnið er mikið notað bæði af nemendum og starfsmönnum. Nemendur koma t.d. í sögustundir, safnfræðslu og margs konar heimildavinnu.

Markmiðin með kennslu og starfi á safninu eru m.a:

  • að örva áhuga nemenda á notkun safnefnisins sér til skemmtunar, fróðleiks og þroska
  • að veita leiðbeiningar í notkun safnefnis
  • að þjálfa lestrarfærni nemenda, hlustun og einbeitingu
  • að aðstoða nemendur við að afla sér upplýsinga, meta þær og koma þeim til skila á greinargóðan hátt.

Safnið á nú á tæplega tíu þúsund fræði- og skáldrit, auk hljóðbóka á snældum og geisladiskum. Safnið á einnig um 370 myndbönd, 140 tölvugögn, um það bil 100 geisladiska og snældur með tónlist og nokkra mynddiska. Tímarit sem berast reglulega eru um 20.

Safnið er tengt landskerfi bókasafna, Gegni. Upplýsingar um gögn safnsins eru aðgengilegar á slóðinni www.gegnir.is og geta nemendur og foreldrar nálgast upplýsingar þar um safngögn.

Útlánatímar eru alla virka daga frá 8:15 – 9:00

 

Skólasafnið er opið Frá Til
mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar. 8:15 14:30
miðvikudagar og föstudagar 8:15 13:55

 

Nemendur í 1. bekk mega hafa eina bók að láni í einu en aðrir nemendur tvö skáldrit og eitt fræðirit.  Lánstími er 14 dagar, nema um annað sé samið.

Nemendur geta séð hvaða gögn þeir eru með í láni með því að fara inn á Gegni (www.gegnir.is) og slá þar inn kennitölu sína og lykilorð sem eru síðustu fjórir stafir í kennitölu nema viðkomandi hafi breytt lykilorði sínu. Velja síðan Norðurland þar sem stendur Velja hóp og síðan ýta á Skrá mig inn.  Þá verður flipinn Mínar síður  brúnn á litinn, ef ýtt er á hann fæst upp yfirlitsíða og með því að fara þar í Útlán sést hvaða bækur viðkomandi er með.

Skólasafnskennari: Dagný Birnisdóttir. deb@akmennt.is