Skólaval 2014

Þriðjudaginn 11.febrúar verður opið hús i Lundarskóla fyrir foreldra barna sem fædd eru árið 2008, verðandi 1.bekkingar. Foreldrar eru velkomnir í Lundarskóla milli kl. 9:00 – 11:00. Skipulögð dagskrá verður á sal kl. 9:00 þar sem stutt kynning verður á skólastarfinu. Eftir það geta foreldrar skoðað skólann í fylgd stjórnenda skólans. Þeir sem ekki mæta í skipulagða dagskrá geta skoðað skólann að vild milli 9:00 -11:00.

Vonandi sjáum við sem flesta, kveðja stjórnendur Lundarskóla.