Skólastarf

Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá. Veðrið virðist ganga hægar niður en spáð var og því hefur gengið hægar að hreinsa götur bæjarins. Framkvæmdamiðstöð reiknar með að moka fram á kvöld og hefja mokstur kl. 4 í fyrramálið. Veðurspáin hljóðar upp á 13-18 m/s og él. Búast má við að öll umferð gangi hægar fyrir sig en venjulega. Engu að síður hefjum við leik í fyrramálið og þar sem við erum stóru tannhjólin í gangverki samfélagsins er mikilvægt að okkar góða þjónusta og starf standi íbúum sem fyrst til boða eftir svona áhlaup.
Þið foreldrar metið að sjálfsögðu ykkar aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið sýnum við því skilning. Við óskum þó eindregið eftir að vera látin vita svo við vitum af börnunum á öruggum stað.