Skólaslit og fl.

Í næstu viku þ.e. mánudag, þriðjudag og miðvikudag verða vettvangsdagar í Lundarskóla og þá verða nemendur mikið úti. Því er mikilvægt að nemendur mæti í skólann klæddir eftir veðri. Fimmtudagurinn 4.júní er svo síðasti skóladagurinn á þessu skólaári og þá verða fjölgreindaleikar í skólanum. Nemendum verður skipt niður í hópa þvert á árganga og þeir vinna saman verkefni sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Þessi vinna verður frá kl. 8:15 – 12:50.

Klukkan 12:50 verða svo skólaslit hjá nemendum í 1.-9.bekk. Skólaslitin verða úti í U-inu þar sem Elías skólastjóri mun slíta skólanum og eftir það fara nemendur í sínar stofur með umsjónarkennurum og fá afhent námsmat.

Við bjóðum foreldra/forráðamenn sérstaklega velkomna á skólaslitin og einnig er öllum velkomið að taka þátt í skólastarfinu þessa síðustu daga.

Skólaslit hjá 10.bekk verða á sal sama dag þ.e. fimmtudaginn 4.júní kl. 18:00. Skólaslitin hjá 10.bekk hafa í gegnum tíðina verið hátíðleg hjá okkur í Lundarskóla þar sem nemendur fá í hendur námsmat, viðurkenningar veittar og veitinga í boði. Við bjóðum foreldra nemenda í 10.bekk velkomna og einnig allt starfsfólk skólans.