Skólasetning

Sæl öll, nú líður að skólabyrjun hjá nemendum Lundarskóla.

Skólasetning í Lundarskóla verður fimmtudaginn 21. ágúst . Nemendur mæta á setningu í sal skólans en síðan verður stutt stund með umsjónarkennara í stofum. Nemendur sem hefja nám í 1. bekk byrja skólagönguna sína í viðtali með foreldrum hjá umsjónarkennara 21., 22. eða 25.ágúst.

 

Mæting á skólasetningu er eftirfarandi:

2. – 4. bekkur klukkan 9:00

5. – 7. bekkur klukkan 10:00

8. – 10. bekkur klukkan 11:00

 

Föstudaginn 22. ágúst verður skóli samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum nema þeim sem eru að fara í 1.bekk. Skóli hefst hjá 1.bekk samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst.

 

Nemendur sem eru að hefja nám í Lundarskóla í 2. – 10.bekk og hafa ekki verið í skólanum áður fá sérstaka kynningu á skólanum fimmtundaginn 21.ágúst kl. 15.00. Þessi fundur er bæði fyrir nemendur og foreldra.

 

Allir foreldrar/forráðamenn er hjartanlega velkomnir á skólasetninguna með nemendum.

 

Kveðja stjórnendur Lundarskóla,

Elías, Helga Ragnheiður og Maríanna.