Skólasetning 24. ágúst 2020 – án foreldra

Skólasetning Lundarskóla verður mánudaginn 24. ágúst. Skólasetningin verður án foreldra vegna aðstæðna í samfélaginu. Einnig verða foreldra aðeins velkomnir í skólann ef þeir verða boðaðir sérstaklega. Ef foreldrar þurfa að koma í skólann skal hafa samband við ritara, kennara eða skólastjórnendur símleiðis til að panta tíma/samtal. 

Skólasetning Lundarskóla verður á eftirfarandi stöðum og tímum:

Skólasetning 24.ágúst í sal Lundarskóla v/Dalsbraut

  • 2. – 3. bekkur kl. 9:00
  • 4. – 6. bekkur kl. 10:00

Skólasetning 24.ágúst, Rósenborg

  • 7. – 10. bekkur kl. 11:00, nemendur mæta fyrir utan skólahúsnæðið, við inngang vestan megin við húsið.

Skólastjóri setur skólann og eftir það fara nemendur með umsjónarkennurum í stofu þar sem þeir fá upplýsingar um skólastarfið.

Nemendur í 1. bekk mæta í viðtöl samkvæmt pósti frá umsjónarkennurum. Þeir sem koma í viðtölin ganga inn um anddyri á norðvestur horni skólans neðri hæð.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst hjá öllum árgöngum nema 1.bekk sem byrja í viðtölum 24. og 25. ágúst. Kennsla hefst hjá þeim miðvikudaginn 26. ágúst.

Frístund verður opin frá og með 24.ágúst skv. dagatali Frístundar og skráningu nemenda í Frístund. Foreldrar/aðstandendur sem sækja börnin í Frístund eða í lok skóladags eru beðnir um að sækja börnin í forstofu Frístundar eða viðkomandi árgangs. Aðeins er í boði að koma að forstofunni.