Skólahlaup í Lundarskóla

Í dag var skólahlaup í Lundarskóla þar sem flestir nemendur skólans tóku þátt. Hlaupaveður var gott, stilla og smá úrkoma. Nemendur réðu sjálfir vegalengdinni og hlupu flestir 3 – 9 km. Einnig voru vaskir kennarar sem tóku þátt í hlaupinu með nemendum. Það var gaman að fylgjast með áhugasömum þátttakendum sem settu sér sjálfir markmið í hlaupinu.

Við látum nokkrar myndir fylgja með.