Skíðadagur og búnaður

Þann 15. mars verður skíðadagur í Lundarskóla og þá verður nemendum boðið í Hlíðarfjall. Þennan dag fá nemendur í 4. – 10. bekk að fara á skíði eða bretti með starfsfólki skólans. Þeir nemendur sem eiga búnað nýta hann en þeir sem ekki hafa aðgang að búnaði geta fengið búnað að láni í Hlíðarfjalli. Þeir sem ætla að fá lánaðan búnað þurfa að hafa samband við íþróttakennara á viðtalsdaginn 28. febrúar til að panta búnað og mæla stærðir. Íþróttakennararnir verða staðsettir í anddyri skólans, við salinn, og taka þar á móti pöntunum. Mikilvægt er að nýta þennan tíma til að panta svo allir fái þann búnað sem þeir þurfa.