Skákmót Lundarskóla

Þann 7. febrúar sl. var efnt til skólaskákmóts Lundarskóla. Í mótinu tóku 38 nemendur þátt úr 4. – 7. bekk. Í þessari lotu urðu fjórir piltar úr sjöunda bekk jafnir og efstir og tefldu þeir til úrslita um meistaratitil skólans í dag, 21. febrúar. Keppninni lauk þannig:

1. Ágúst Ívar Árnason    3 vinningar

2-4. Ívar Þorleifur Bjarkason, Vignir Otri Elvarsson og Hjalti Valsson 1 vinningur.

Ágúst Ívar er því ótvíræður skákmeistari Lundarskóla 2018 og við óskum honum til hamingjum.

Á myndinni er hann ásamt Vigni (t.v.) og Ívari (t.h.)