Warning: include_once(/var/www/virtual/lundarskoli.is/htdocs/wp-content/plugins/wp-super-cache/wp-cache-phase1.php): failed to open stream: No such file or directory in /var/www/virtual/lundarskoli.is/htdocs/wp-content/advanced-cache.php on line 10 Warning: include_once(): Failed opening '/var/www/virtual/lundarskoli.is/htdocs/wp-content/plugins/wp-super-cache/wp-cache-phase1.php' for inclusion (include_path='.:/usr/share/php') in /var/www/virtual/lundarskoli.is/htdocs/wp-content/advanced-cache.php on line 10 Skák í Lundarskóla – Lundarskóli

Skák í Lundarskóla

SkákÁ næstunni verður efnt til skákæfinga í Lundaskóla í samvinnu við Skákfélag Akureyrar. Fyrsta æfingin verður nú á fimmudaginn 16. janúar kl. 13:30. Aftur á föstudag kl. 13:00 í stofu A-202. Æfingarnar eru einkum ætlaðar nemendum í 3-8. bekk. Þeim verður svo haldið áfram í næstu viku og lýkur með skákmóti föstudaginn 24. janúar.
Í Lundarskóla er nokkrir góðir skákmenn og nú viljum við efla skáksveit skólans. Skákdagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land sunnudaginn 26. janúar – sem er afmælisdagur Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Þá ætlum við að skora á annan grunnskóla hér í bænum í skákkeppni. Svo stefnum við að því að senda sveit eða sveitir til keppni á Íslandsmóti grunnskóla í skák sem háð verður í Stórutjarnarskóla í Þingeyjarsveit 5-6. apríl í vor. Við viljum koma á fót góðu keppnisliði til að tefla á því móti.