Síðasta vikan og skólaslit

Senn líður að skólalokum. Nú er einungis ein vika eftir af skólanum þetta skólaárið. Vikunni er varið í öðruvísi nám, en nám engu að síður og ekki minna mikilvægt. Á dögum sem þessum reynir ef til vill meira á lykilhæfnina, samvinnu, samskipti, frumkvæði, sköpun og fleira og þarna er eitthvað við allra hæfi.

Mánudag, 30. maí og þriðjudag, 31. maí lýkur skóla eins og stundaskrá nemenda segir til um, með þeirri undantekningu að kennslu í valgreinum er lokið og 10. bekkur fer í skólaferðalag á þriðjudaginn. Miðvikudagurinn 1. júní og fimmtudagurinn 2. júní eru vettvangsdagar og þeir eru gulir á skóladagatalinu. Það þýðir að þeir eru skertir dagar og umsjónarkennarar senda póst heim með nánari tímasetningum sem gilda um þeirra umjónarbekki.

Föstudaginn 3. júní verða fjölgreindaleikarnir, þá er nemendum skipt upp í hópa og hafa 10. bekkingar umsjón með hverjum hópi, 7. bekkingar hafa umsjón með 1. bekkingum og 8. bekkingar með nemendum í 2. bekk. Hóparnir fara á milli stöðva og leysa þrautir á hverri stöð. Fjölgreindarleikunum lýkur með grilli sem Foreldrafélag Lundarskóla hefur umsjón með. Þegar að grillinu lýkur eru leikir á skólalóð fram að fyrstu skólaslitum.

Skólaslit verða sem hér segir:

Kl. 13:30 1. -5. bekkur Nemendum mæta í umsjónarstofur kl. 13:20 og fara í fylgd umsjónarkennara í hátíðarsal þar sem skólastjóri slítur skólanum. Nemendur fara í sínar umsjónarstofur þar á eftir, fá afhent námsmat og kveðja kennara.
Kl. 14:00 6.-9.bekkur Nemendur mæta í hátíðarsal, skólastjóri slítur skólanum og nemendur fara að því loknu í sínar umsjónarstofur, fá afhent námsmat og kveðja kennara.
Kl. 17:30 10. bekkur Nemendur mæta í hátíðarsal kl. 17:15. Nemendur kveðja skólann og fá afhent námsmat. Kaffi þar á eftir með foreldrum og starfsfólki.