Samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað

Menntamálastofnun hefur tekið þá ákvörðun að fresta samræmdu prófi í ensku.  Í tilkynningu frá Menntamálstofnun kemur fram :

„Það hafa verið hnökrar hjá þjónustuaðila og vandamál með álag kom upp aftur.

Enskuprófið gengur ekki sem skyldi.

Sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta fyrirlögn þess.

Þeim sem eru í prófinu og gengur vel er að sjálfsögðu heimilt að ljúka við próftöku.

Menntamálastofnun harmar þetta mjög.“

Hópurinn sem átti að mæta kl. 11:30 mætir því ekki í prófið.