Rýmingaræfing

Nú í lok vikunnar verður rýmingaræfing hér í Lundarskóla. Við stjórnendur Lundarskóla óskum eftir því að nemendur verði með auka sokka í töskunni eða verði í inniskóm sem nemendur geta verið í meðan á rýmingunni stendur. Við vitum ekki nákvæmlega hvort æfingin verður á morgun eða föstudaginn. Gott er að undirbúa nemendur aðeins fyrir æfinguna og við óskum eftir að foreldrar/forráðamenn ræði heima um brunavarnir og mikilvægi þess að fylgja fyrirmælum og skipulagi sem tengist rýmingu skólans. Nemendur og kennarar ræða þessi mál í skólanum í dag og flestir árgangar hafa nú þegar tekið aukaæfingu. Við teljum mikilvægt að hafa reglulega rýmingaræfingu hér í Lundarskóla til að auka öryggi nemenda og starfsfólks.