Lundarskóli sigraði í frjálsíþróttamóti grunnskólanna

Vikuna 9.-13. mai var haldið frjálsíþróttamót grunnskólanna hér á Akureyri. Fjórir árgangar, 4. til 7. bekkur, kepptu á fjórum dögum. 4. bekkur reið á vaðið á þriðjudeginum og 7. bekkur kláraði á föstudeginum. Keppt var í nokkrum hefðbundnum greinum innan frjáls íþróttanna en einnig var reipitog.

Það er skemmst frá því að segja að Lundarskóli bar sigur úr bítum í sameiginlegri stigagjöf allra árganga. Núna á þriðjudaginn, var svo komið að krýningu stigameistaranna og voru bekkirnir kallaðir saman hér í Lundarskóla og bikarinn afhentur.

Við hér í skólanum óskum ofangreindum bekkjum til hamingju með sigurinn.

Það má sjá fleiri myndir á Facebooksíðu Lundarskóla.